Um Slitgigtarskólann

 

Ég heiti Þórfríður Soffía Haraldsdóttir og útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá HÍ vorið 2016. Mitt áhugasvið í sjúkraþjálfun liggur í  þjálfun einstaklinga með slitgigt í hnjám og mjöðmum til að bæta lífsgæði og hægja á framgangi slitgigtar. Haustið 2017 fór ég til Danmerkur til að sækja réttindi frá danska slitgigtarskólanum GLA:D.

Námskeiðið fólst í þjálfun og fræðslu fyrir einstaklinga með slitgigt í hnjám og mjöðmum. Í kjölfar ferðarinnar útbjó ég námskeið fyrir þennan skjólstæðingahóp og hef verið með námskeið á  Selfossi, Grímsnesi og í Þorlákshöfn. Námskeiðin hafa fengið góðar viðtökur og einstaklingar fundið til minni verkja, aukið virkni og bætt lífsgæði sín. Flestir hafa minnkað verkjalyfjaskammt og sumir jafnvel seinkað aðgerð eða hætt við.

Þar sem mikil framþróun er í rannsóknum á slitgigt og þjálfun, hef ég sótt þó nokkuð af námskeiðum og fylgst vel með það sem viðkemur þjálfun einstaklinga með slitgigt og sjúkdómsferli slitgigtar.

Auk þessarar heimasíðu þá er ég með facebook síðu undir nafninu slitgigtarskóli Þórfríðar og youtube rás. Þar sem ég set inn ýmsan fróðleik og æfingar sem tengist slitgigt. Hér er t.d ein heimaæfing sem hentar level II. 

 

Skólinn hentar þeim sem eru með slitgigt á byrjunarstigi og langt til komna stligigt og einnig þeim sem bíða liðskipta. Það hefur sýnt sig að jafnvel einstaklingar með langt genginn sjúkdóm hafa gagn af námskeiðinu. Kemur mörgum á óvart hvað mikið þeir geta lagt á sig við æfingar ef rétt er að þeim staðið og hve mikil áhrif það hefur til að minnka verki og bæta líkamsástand. Það er staðreynd að búast má við betri árangri því fyrr sem þjálfun er hafin. Mikilvægt er því að beina fólki með liðeinkenni frá hné og mjöðm sem fyrst í viðeigandi fræðslu og gagnreynda þjálfun. Það hefur sýnt sig að 8 vikna þjálfun skili mun betri árangri heldur en að taka inn verkjalyf. Aukinn styrkur og hreyfistjórn verndar liðinn gegn óhóflegu álagi og sterkt samband er á milli verkja og styrks. Því meiri styrkur, því minni verkir.

Námsskeið í gangi núna

Íþróttahúsið Þorlákshöfn

Þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 10:00-11:00

Íþróttahúsið Borg í Grímsnesi
Mánudaga og fimmtudaga 10:15-11:15

Crossfit Selfoss

Þriðjudaga og fimmtudaga 15:00-16:00

 

Leiðbeinandi í fjarþjálfuninni er Þórfríður Soffía Haraldsdóttir, löggildur sjúkraþjálfari, ISM þjálfari frá Diane Lee, og jógakennari. Hún er með réttindi frá danska slitigigtarskólanum GLA:D

Þórfríður Soffía Haraldsdóttir
Löggiltur sjúkraþjálfari