Framanlærisvöðvinn

Framanlærisvöðvinn

Rannsóknir sýna að styrkur í framanlærisvöðvum hefur mikið að segja varðandi einkenni og verki við slitgigt. Sterkir framanlærisvöðvar geta hægt á framgangi slitigigtar. Framanlærisvöðvarnir eru mest brjóskverndandi vöðvahópurinn fyrir hnéliðinn. Því er mikilvægt að hafa þennan vöðvahópsterkan til að hlífa liðnum og minnka álagið á hann.

Þegar gerð er aðgerð á hnéliðnum eða hnéliður verður fyrir skaða eða bólgukast út af auknum framgangi slitgigtar, verður viss hömlun á vöðvana og þá sérstaklega á framanlærisvöðvann. Ef farið er of skart af stað eftir áverka eða aðgerða getur álag á aðra vöðvahópa aukist til að vinna upp á móti veikum framanlærisvöðv. Algengustu vöðvahóparnir sem taka við eru rassvöðvarnir og fremri sköflungsvöðvi (e.tibialis anterior). Rannsóknir hafa sýnt að það að kæla hnéliðinn fyrir æfingu hjálpi til við að ná inn betri vöðvavirkni í framanlærisvöðvann n.t.t miðlægum víðfaðmavöðva (e. vastus medialis), og þ.a.l skilar meiri árangri í æfingum.

Góð leið til að þjálfa upp veikan/latan vöðva er að gera einangraða æfingu fyrir þann vöðvahóp í opinni keðju. Slík æfing fyrir framanlærisvöðvann er ein af grundvallaræfingum á námskeiðum hjá slitgigtarskólanum.

Hér er stutt æfingamyndband sem sýnir léttar æfingar til að styrkja framanlærisvöðvann.