Jafnvægi

Jafnvægi

Þeir sem eru með slitgigt í hné upplifa oft óstöðugleika í hnénu, treysta því ekki og finnast þeir vera jafnvægislausir, og þá sérstaklega eftir bólgukast. Það geta verið margar ástæður því. Ein ástæða er brjóskeyðing í hnéliðnum. Brjóskið í hnéliðnum heldur ákveðinni fjarlægð á milli sköflungs og lærleggs. Því er ákveðinn strekkur á liðböndunum í hnéliðnum. Við eyðingu á brjóski minnkar bilið á milli beinflata og því slaknar á liðböndum í hnéliðnum. Þetta veldur auknum óstöðugleika í hnéliðnum og minna stöðuskyni. Á liðbanda prófi gæti þetta valdið fölsku jákvæðu prófi við skoðun á liðböndum.

Til að minnka óstöðugleika og auka stöðuskynjun er gagnlegt að gera jafnvægisæfingar sem miða að stöðuskynjun og standandi styrktaræfingar

Hérna er stutt æfingarmyndband með jafnvægisæfingum.