Hlaup eykur ekki á slitgigt í hnjám

Hlaup eykur ekki á slitgigt í hnjám né veldur slitgigt í hnjám!
Ég hef margoft heyrt einstaklinga segja, sem eru með slitgigt í hnjám að þeim hafi verið ráðlagt að hvíla á sér hnén eða jafnvel hætta hlaupi því það sé svo slítandi fyrir hnén á þeim.
Í rannsókninn sem ég birti hérna að neðan voru niðurstöður þær að hlaup eykur ekki á slitigigt né veldur slitgigt. Einnig sýndu niðurstöður að einstaklingar upplifðu minni verki í hnjám ef þeir stunduðu hlaup.
Það er samt gott að vita að ef þú ert hlaupari og færð verki í hnén við hlaup gætirðu þurft að styrkja mikilvæga vöðvahópa eins og framanlærisvöðvann, og taka jafnvel léttari hlaup tímabundið.
Ef þú ert ekki hlaupari, hefur lítið hlaupið, en langar að geta hlaupið en ert með verki eða slitgigt í hnjám, þá er ekki hættulegt að fara hlaupa. Það mun ekki auka á slitgigt. Fyrsta skrefið væri að byrja rólega og styrkja fótleggi samhliða.
Munum að líkaminn okkar er ótrúlega sterkbyggður og brjóskið í hnéliðnum þarf þungaburð til að nærast og viðhalda sér.